top of page

Um verkefnið

Undanfarin 7 ár höfum við í Vallaskóla unnið þróunarverkefni með fjölbreytta kennsluhætti og rafrænt nám. Skólinn hefur líka tekið þátt í þremur Erasmus+ verkefnum sem snúa að notkun á snjalltækjum í skólastarfi og 1 á 1 notkun. Margar leiðir hafa verið farnar þar en áberandi er hversu vel iPad hefur nýst í allri sköpun og fjölbreyttum kennsluháttum.

Margir skólar hafa nýtt sér að bjóða nemendum og fjölskyldum upp á kaupleigu eða kaup með afslætti þar sem hægt er að skipta niður greiðslunni. Hugmyndin kviknaði veturinn 2015/2016 hjá Vallaskóla að bjóða upp á það. Áður hafa skólar eða sveitarfélög útvegað nemendum tæki en við teljum að betra sé að hver og einn hafi aðgang að sínu tæki og eigi sitt tæki.

Skólaveturinn 2017 - 2018 nýttu sér tæp 60% þetta tilboð. Veturinn 2018 - 2019 bættust við í kringum 100 tæki og að sjálfsögðu verður haldið áfram með þetta verkefni. Samningur er gerður við Sveitarfélagið en starfsfólk Vallaskóla sér um kaupferlið. Kennarar og nemendur tileinka sér notkun tækjanna alltaf meira og meira og það mun eflaust halda áfram að vaxa í ár.

Kennarar á unglingastigi hafa verið að vinna markvisst með iPad spjaldtölvur síðastliðin 5 ár og önnur aldursstig hafa verið að prófa sig áfram. Það sem hefur vantað eru fleiri tæki til að hægt sé að nýta þau markvisst í kennslu, svona tilboð leysir vonandi það vandamál.

 

bottom of page