top of page

Hér má finna allskonar leiðbeiningar um notkun á spjaldtölvunum. Þessar leiðbeiningar eiga​ bara við um iPad spjaldtölvur frá Apple.

Þar sem það er óþarfi að finna upp hjólið aftur þá eru allar upplýsingar hérna

fengnar af heimasíðu spjaldtölvuverkefnis Kópavogsbæjar. Við þökkum þeim

kærlega fyrir að leyfa okkur að vísa í þeirra efni.

Ef þið hafið óskir um að fá leiðbeiningar um eitthvað ákveðið smáforrit eða stillingar þá sendið okkur endilega línu. HAFA SAMBAND

Ef þið óskið þess að fá beina hjálp frá starfsmönnum Vallaskóla þá má alltaf óska eftr því. Markmiðið er að vinna að þessu í sameiningu þannig að endilega hafið samband ef þið viljið.

Apple ID (Apple auðkenni)

Stofna Apple ID - Hvernig á að stofna Apple auðkenni svo hægt sé að sækja smáforrit o.fl. Hér er sýnt hvernig hægt er að gera það án þess að tengja kreditkort við aðganginn.

Aftengja kortaupplýsingar frá Apple ID - Ef þið hafið óvart skráð kreditkort á Apple auðkenni ykkar barns þá geti þið aftengt það.

Kaupa smáforrit og gefa öðrumÞetta gæti komið sér vel þar sem Apple auðkenni barnanna er venjulega ekki með kreditkort skráð þá geta foreldrar útbúið Apple auðkenni með skráðu korti og keypt smáforrit á sínum aðgang og gefið það svo áfram.

Slökkva á tvöfaldri auðkenningu (two factor authentication) - Tvöföld auðkenning er öryggisstilling sem sumum finnst óþörf. Þegar hún er á þarf að hafa síma (eða annað iOs tæki) við höndina þegar nota á Apple auðkenni á nýju tæki.

bottom of page